
...já ég get með sanni sagt að ég kvíði 26. des. á hverju ári - honum fylgir alltaf, dauðsföll, sjúkrahúslegu, erfiðar minningar eða mikil veikindin og þar af leiðandi ekki mikill gleðidagur í mínum bókum...og annar í jólum þetta árið var engin undantekning.
Nú er hann að baki, vonandi og maður gerir hvað eina til að bera bara höfuðið hátt og brosa framaní dagana sem koma...ég stend mig að því á hverju ári þann 26. des, segja við sjálfa mig eða þann sem þarf á því að halda "næsta ár verður betra, næsta ár verður öðruvísi" - og alltaf trúi ég því, verð nú að viðurkenna að það verður erfiðara í hvert skiftið en á meðan ég trúi að það verði betra og það verði öðruvísi held ég að ég sé nokkuð vel sett - er það ekki?
Sagt er að ekki er lagt meir á manneskjuna en hún þolir....askoti erum við sterk!!
Á meðan að ég get enn staðið upp þegar að ég hrasa eða dett og á meðan ég get ennþá hjálpað öðrum að standa upp þegar að þeir hrasa eða eru alveg að bugast - þá er ég glöð og sátt ....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli