11 desember 2002

Hellú hellú litlu humrar.....
Jæja, bara 13 dagar til jóla......váááá....hvað þetta er fljótt að líða mar.....hmmm....
Mér er ekkert að takast að vakna á morgnanna, er að nudda stýrurnar úr augunum alveg til hádegis svona í skammdeginu........sé fyrir mér rúmmið mitt og litlu vekjaraklukkuna mína sem að mér tókst að "drepa" í morgun.....þetta var ekki planað morð eða neitt svoleiðis sko......ég ætlaði bara rétt að henda henni í vegginn til að slökkva á henni sko......en nei nei þegar að mín skreið framúr í morgun fékk ég bara langa vísinn uppí stóru tánna og snooztakkann uppí hælinn hihihh..........
Ég átti nefnilega einu sinni svona ógó sniðuga vekjaraklukku sem að leit út einsog fótbolti og maður slökkti á henni með því að henda honum eitthvað eða í eitthvað.....ekkert smá sniðugt.......en hún dó víst fyrir 2 árum eða svo.......held ég sé ennþá að jafna mig á þeim missi *glott*
Ohhh vitiði, ég er ekki alveg að fýla það að það eiga að vera "rauð" jól í ár.........heyrði það í fréttunum í gær og varð svona frekar mikið svekkt á þessu öllu saman......ég var samt að reyna að muna áðan hvort að það hefðu verið "hvít" eða "rauð" jól í fyrra og ég bara man það ekki......hmmmm.....munið þið það ????
Æi maður er svo erfiður, þegar að það er enginn snjór þá vill maður fá snjó ..... og svo þegar að hann loksins kemur þá bölvar maður honum............hihhihii.....Ég var meiri svona snjómanneksja þegar að litlu systkynin mín voru lítil því að þá gat maður látið einsog fífl, farið með þau á sleða ....... hoppað um allt í einhverjum ljótum snjógöllum og svona.........kemur ekki beinnt skemmtilega vel út í dag, ef að maður fer ein 23 ára gömul að renna sér niður brekkur með börnunum hihihh........bleeeeee
Það var snilldar jólaborðhald hjá okkur í vinunni (Skvísufélaginu) á laugardaginn, fórum öll ( 10 stelpur og 1 strákur) saman út að borða á Caruso.......allir mættir í sínu fínasta pússi um 8 leitið, allir voða jollí með fordrykk......spjallað um heima, geima, fæðingar, hægðir, kynlíf, kynlífshjálpartæki, fyrrverandi yfirmenn og starfsmenn, fylleríssögur og skandala, mat á öðrum stöðum........etc........ótrúlega gaman........síðan var okkur plantað við langborð í einu horninu svo að við vorum svona meira private og fengum þennan dýrindis 3 rétta málsverð.......þeir eiga bara hrós skilið þessir þjónar og kokkar.......að hafa þolað okkur....(eða liðið sem að var að drekka)......það voru skemmtiatriði, lottó og svo var gefið út svona "SkvísuFókusKlámHverjirVoruHvarBlað" sem að allir fengu að eiga.........hreinasta snilld........vildi óska að ég gæti sett það hérna á netið......sýnt ykkur það......wellí eftir matinn og mikla drykkju (og kaffidrykkju hjá okkur bindindisfólkinu *bros*) var haldið yfir á "Sportkaffi" *glott* þar sem að við vorum á einhverjum kokteil og skotlista á barnum.....þar var dælt í sig, dansað og spilað pool..........sumir enduðu einir uppá sviði dansandi línudans við "Justin Timberlake" og "Stebba Hilmars" á meðan aðrir dönsuðu einhverskonar súludans uppá borðum..........hihhihi.....það er bara hægt að segja að fólkið hafi verið orðið MJÖG skrautlegt en MJÖG skemmtilegt þegar að bumbukonan ákvað að yfirgefa gleðina.........Hópurinn hélt stíft áfram til 6 um morguninn og fékk maður alltaf update með sms alla nóttina......hihihihi......snilld......þetta er eitthvað sem að þarf að endurtaka......
Wellí er orðin það svöng að ég held að kúlubúinn borða mig innanfrá.........best að fara að gúffa einhverju í sig..........bið að heilsa ykkur í bili......
ble ble




Hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag...............hún á ammæli hún mamsaaaaaaaaa - hún á ammæli í daaaaaaaaaaaagggggg!!!
Til hamingju með daginn litlan mín !!!!!
*knús*


Engin ummæli: