Næstu 3 dagar eru svokallaðir "leynivinadagar" hérna í vinnunni og eru allir mjög lúmskir og leyndardómsfullir - þessu fylgir svo sannarlega mikil spenna hérna - gaman að sjá!
Leynivinur minn var svo hugulsamur í dag, var mér fært (á silfurfati notabéne) þessi ljúffengi morgunverður og kertljós í fögrum stjaka ...... leynivinurinn fær svo sannarlega plús fyrir að gefa mér "ójóló" gjöf - ég er nefnilega með ofnæmi fyrir svona snjókalla og jólasveinasprittkertastjökum *hrollur* og það er eitthvað sem að virðist vera "inn" þegar að kemur að svona litlujólum og leynivinadögum....dagurinn ss byrjar vel...styttist í lokaprófið...pínu stress en samt fegin að þetta er að verða búið...
Vona að þið eigið góðan dag.....chauuuuuu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli