
Árið 2004 var ég kynnt fyrir "enn einum" tónlistarsnillingnum - honum Herbie Hancock og maðurinn er snillingur með meiru....tók mig smá tíma að melta hann, veit ekki af hverju en á síðustu 2 árum hefur hann runnið svona ljúflega niður...mæli eindregið með honum fyrir ykkur sem hafið einhvern áhuga eða gaman að funk/jazzi..
..Jebbs - ég trúi því að allt í lífinu og viðkoma allra í lífi mans hafi einhvern tilgang og ekkert gerist nema það eigi að gerast....manneskjan sem kynnti mig fyrir Herbie, stoppaði stutt en kenndi mér og fræddi mig um "ó svo margt" og er ég ævinlega þakklát fyrir tímann og fróðleiksmolana - sumir fróðleiksmolar eru fallegt veganesti...
1 ummæli:
Gleðileg jól:)
Jónsi
Skrifa ummæli