07 apríl 2005

..hlátur...

..er frábært fyrirbæri! Það er alveg magnað (að mér finst) þegar að maður fær svona hláturskast, þar sem maður barasta getur ekki hætt - alveg sama hvað!! Ég hef verið að fá svoleis núna uppá hvern einasta dag og allveg nokkrum sinnum á dag í svona viku...en jújú með vissu fólki, það er einsog maður/ég sýni ekki öllum "allan" fíflaganginn..æi skiljiði ?? Svona vissar hliðar sem að vist fólk fær að sjá ! Og já nú veit ég um eina ef ekki tvær sem að vita nákvæmlega um hvað ég er að tala...af hverju ætli það sé samt!?! Hláturinn hefði ég haldið að væri af því góða (nema þá kanski í einstaka tilvikum og ef að maður er "sækó")... ég elska að vera innan um fólk sem brosir og heyra hlátrasköll....æi ég er farin að tala í hringi....og engin skilur upp né niður ...en á sama tíma brosi ég allan hringinn svo að mér gæti ekki verið meira sama um steypuna sem ég skrifaði hérna á undan...
....hasta pronto..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ein af þeim sem skilur:)