15 apríl 2005

..svona í anda föstudagsins..

Viðvaranir á bjórumbúðum

* VIÐVÖRUN: Neysla áfengis er aðalástæða þess að þú ferð að dansa eins og hálfviti.

* VIÐVÖRUN: Neysla áfengis getur leitt til þess að þú ferð að segja sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur þangað til að félagar þínir vilja drepa þig.

* VIÐVÖRUN: Neysla áfengis getur leitt til þess að þú segir hluti eins og þessa setningu.

* VIÐVÖRUN: Neysla áfengis getur fengið þig til að trúa því að fyrrverandi elskhugar séu ennþá æstir í þig þegar þú hringir í þá klukkan fjögur að morgni.

* VIÐVÖRUN: Áfengisneysla getur leitt til þess að þú getur ekki hætt að hugsa um hvað kom fyrir buxurnar þínar.

* VIÐVÖRUN: Áfengisneysla er aðalástæða fyrir óútskýranlegum blettum á enninu.

* VIÐVÖRUN: Áfengisneysla getur fengið þig til að halda að þú sért fallegri og gáfaðri heldur en eitthvað vöðvabúnt sem er við hliðina á þér.

* VIÐVÖRUN: Áfengisneysla getur fengið þig til að halda að þú sért ósýnilegur.

* VIÐVÖRUN: Áfengisneysla getur gefið þér þá ragnhugmynd að fólk sé að hlæja MEÐ þér.

1 ummæli:

Svetly sagði...

..heh...true :)