...mér líður einsog einhverjum unglingsstrák úr amerískri bíómynd .. því að þvottavélin mín bilaði og ég þurfti að fara heim til mömmu að þvo, svo hringdi hún í mig og sagði "your laundry is ready"...eitthvað "mis"
Ef að það er eitthvað sem að mér þykir erfitt, óþæginlegt og helst til óþolandi þá er það að vera uppá aðra komin á einhvern hátt eða að þurfa að biðja um hjálp- úff!
Þegar að bíllinn minn bilaði um daginn ætlaði ég sko ekki að vera að bögglast í fólki, hélt það út í viku en gafst svo upp...þá var hringt í pabba. Svo núna þegar að þvottavélin mín framdi sjálfsmorð um daginn (hún drekkti sér..) þá ætlaði ég aldeilis heldur ekki að bögglast í neinum - en já gafst upp eftir viku af handþvotti...og þá var hringt í mömmu...núna er ég bara að leyta mér að hinni "fullkomnu" þvottavél !
Annars eru nýjustu fjölskyldumeðlimirnir eitthvað að missa sig (2 gullfiskar sem erfinginn fékk í afmælisgjöf), held að öðrum þeirra líði eitthvað illa andlega því að núna 2 daga í röð er hann búin að reyna að stytta sér aldur og hoppa uppúr búrinu ... HVAÐ ER ÞAÐ?? og hinn syndir bara í hringi..heheh...þá á ég ekki vð svona hringi af því að búrið er kringlótt og það er ekkert annað í boði hringi...heldur hring í kringum sjálfan sig. Mjög skondið að horfa á þessi gimp...dóttir mín gaf þeim 2 nöfn hvor...getiði hvað þau voru..jújú auðvitað Nemó og Dóra og síðan Kústur og Skrúbbur...hehe sem að ég veit ekki alveg hvaðan hún fékk en þykir alveg frábær nöfn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli