* Þegar maður fór í strætó, varð að vera aftast og hoppa þegar að vagninn keyrði yfir hraðahindranir...fanst maður fljúga
* Þegar að það var fútt í því að fá M&M þegar að einhver var að koma heim frá útlöndum
* Þegar að húbba búbba (eða hvernig sem það er nú skrifað) var "hipp og kúl", kókakóla bragðið var best ... og síðan þegar að "skærgula ógeðið" kom..
* Þegar að maður safnaði á spólur til að hlusta á í vasadiskóinu sínu...djös þolinmæði hafði maður..gat tekið heila eilífð að fylla eina spólu..
* Þegar að maður var í barnaskóla og átti 3ja mánaðar sumarfrí....
* Þegar að pizzan var "sparí" og/eða "afmælismatur"
* Þegar að þið kysstuð e-h í fyrsta skiftið..
* Þegar minningabókaæðið gekk yfir - einhvernveginn vildu allir verða "stærri"...
* Þegar maður gat verið heilu dagana, kvöldin næturnar "útaðleika"..
* Þegar kanínukofarnir voru málið og smíðaðar voru heilu blokkirnar og húsin...
* Þegar þið eignuðust fyrsta/fyrstu kærastann/kærustuna..
* Þegar að Kolaportið var að byrja...það var algjör ævintýraheimur..
* Þegar að vaxjakkarnir hræðilegu komu í tísku..úff
* Þegar maður var uppí félagsmiðstöðvunum....á böllum...
* Þegar að það biðu mans skilaboð þegar að maður kom heim og það var endalaust erfitt að ná í fólk.....því þá var maður ekki með "friðþjófinn" (gemsann)..
* Þegar að "bréf" voru málið...
* þegar, þegar, þegar.....
...æi muniði!?!?
4 ummæli:
...jáms...langaði alveg að halda áfram með listan en hann hefði verið endalaus... :)
Frostó var (og er eflaust ennþá fyrir fólk á þeim aldri) "svo inn" heh :)
Verð nú samt að viðurkenna að ég er ennþá í sumu og væri alveg til í hitt - spurning um að safa liði í útaleika!
..heheh - góð hugmynd - gamla vesturbæjargengið ... :)
Nákvæmlega - út í Sto (eða Stopp eins og hann heitir víst)
Skrifa ummæli