06 apríl 2005

...mið...viku...dagur...

Undur og stórmerki gerast í mínu koti - haldiði að maður hafi ekki bara verið lagstur á koddann klukkan 22 í gærkvöldi, ekkert smá ljúft ... Var allan gærdaginn föst í "kringlunni" með reyndar hóp af mjööööög góðu fólki í talningu...díííí...hef bara sjaldan legið í jafn miklu hláturskasti og í gær, ennþá með brosverki....
..svo er næst á dagskrá að setja engilinn í "fóstur" í 3 daga og flýja í litla íbúð sem hefur hvorki síma, sjónvarp né nettengingu og læra frá sér allllllt vit - gott plan, finnst ykkur það ekki??
* Hey, mig vantar smá aðstoð, svona vinnutengda sko...heh...hljómar kanski undarlega en mig vantar að fá að vita, hvað er uppáhalds ævintýrið ykkar - eða hvaða ævintýr dettur ykkur fyrst í hug??
Jæja, ætla að fara að leysa af í mat og halda áfram að vinna.....eða einsog Marsil myndi orða það "pikka minna - vinna meira"

- Komin með nýtt þema fyrir "linkana" (eða þá linka sem að ég man) mína..er alveg að vinna í því að skella þeim upp á næstu dögum. Var nú að spá í það að hafa bara nafn þess sem á síðuna en fékk skammir og mér var tjáð að þetta væri sniðugt að hafa e-h svona "þema"...svo að ég held því þá áfram..og já síðan verður víst bara svona í e-h tíma því að ég hef ekki tíma að útbúa nýtt alveg strax ...

1 ummæli:

Dilja sagði...

ég man að ég las oft þarna stóru appelsínugulu Ævintýrabókina, bæði fyrir sjálfa mig og svo seinna bræður mína. Þannig að öll þau ævintýri eru mér mjög kær. Man ekki eftir neinu sem stendur uppúr...

Er þessi bók ennþá til btw? Því ég á ekki mína lengur og það væri gaman að eiga hana...