13 apríl 2005

...fyrirmyndir...tvírætt...

..."frá...drullaðu þér í burtu kelling...hvað ertu að hugsa hálfvitinn þinn??"

-Áms, þetta ómar í sjónvarpinu á hverjum degi oft á dag, auglýsing frá Umferðastofu...og maður er spurður hvort að maður sé fyrirmynd....well, ég hef td vanið mig á að passa allllltaf hvað ég læt út úr mér þegar að engilinn er nálægur því að hún er bara einsog svampur þessi elska, endurtekur allllt....og þá sérstaklega það sem að maður vill síst að hún endurtaki *bros* .... en í dag heyrði ég hana nokkrum sinnum segja eitthvað sem að ég átti ekki von á....og það var "drulla frá kelling" og "hálviti þinn" (tók mig alveg smá tíma að fatta hvað 2ja ára barnið var að segja en dísus)..... hrmpffffff....arg hvað ég varð pirruð út í þessar auglýsingar ... maður er að reyna að hafa sig allan við að vera fín "fyrirmynd" alla daga og svo kemur þessi auglýsing og eyðileggur allt saman.........kaldhæðið!! hmmm

1 ummæli:

Dagný Ásta sagði...

ég er einmitt svooooo á móti þessari helv. auglýsingu!!!

ekki nóg með það að litlir krakkar api eftir auglýsingunum heldur var verið að kenna stráksa að segja þetta... það þykir mér verulega ÖMURLEGT!!!