.....Ég er ein af þeim sem er blessunarlega laus við það að þurfa að stíga fæti inní bankastofnanir þar sem að allt mitt er í höndum þjónustufulltrúa eða framkvæmt í gegnum heimabanka....en ó well, þurfti víst að gera mér ferð í morgun í Landsbankann á Laugaveginum - hef ekki stigið fæti þangað inn síðan 2001 að mig minnir enda með öll mín viðskifti í öðrum banka....well, fattarinn var ekki alveg að fúnkera þegar a ég tók þessa snilldar ákvörðun að fara í bankan að það væri 1.apríl - "útborgun"...dííííiísus, hvað það var brjálað að gera..mjög skondið það var bara fólk í bankanum sem er komið á "beheesta" aldur (svona 60+), krakkar yngri en 16 ára og svo nokkrir "sérstakir" einstaklingar....og jú svo ég og erfinginn....jæja well....maður kemur inní þennan blessaða banka og á móti manni tekur e-h.skonar tölva þar sem að maður þar að velja hvort að maður sé að fara til gjaldkera eða þjónustufulltrúa...jújú ég valdi þjónustuf.....síðan stóð valið þar á milli hverslags viðsk. maður var að fara að stunda...jújú ég valdi það.....síðan poppaði uppá skjáinn myndir af öllum fulltrúunum og nöfnin þeirra og maður átti a velja sér einn (dálítið eeinsog að velja sér vidjóspólu eheheh)...... ekkert mál, þetta prósess tók svona 15 mínútur því að helv. fraus einu sinni...og það var komin myndarleg röð á eftir mér þar sem að þetta var líka maskínan þar sem að fólk sækir miða/númer fyrir venjulegan gjaldkera...þetta er alveg glatað system.....gömlu konurnar fóru alveg í kerfi vissu ekkert á hvaða takka þær áttu að ýta og enduðu flestar með að fá miða hjá eða í e-h allt annað en þær komu til að gera..og allt var bara í einhverju pati inní bankanum....bara út af eini helv. tölvu....já og alveg glatað - það voru einhvernvegin allir með miða/númer á sama þjónustufulltrúann svo að það sátu 3 lausir á meðan að allt fylltist hjá 2 öðrum (af því að myndin af þeim er á miðjum skjánum og maður (og allir hinir) ósjálfrátt valdi þá).. dálítið glatað þegar að "flottheitin" eru farin að skifta mestu máli. Mér fannst svo ljúft geta bara gengið inní banka og reynt að spotta út svona þann fulltrúa sem að ég hélt að væri ljúfust/ljúfastur...hehe eða æi þið...
Æi, þetta var bara miklu einfaldara í den...nú þarf allt að snúast um lúkkið/hönnunina - of flott og fínt til að það virki...þannig að ég held að það gleymist að smyrja vélina því að í dag gengur Landsbankinn á Laugavegi einsog "ósmurð" vél með mikið af mjög óánægðum viðskiftavinum ... gömlu konurnar fussuðu mikið og sveiuðu - kallarnir voru meira í því að svitna bara ógurlega og ganga ákveðið fram og til baka á sama staðnum - unglingarnir (sem að ég hélt að ættu allir að vera í skólanum... hmmmm) sögðu í gríð og er "díses á maður að vera hénna forvera eða"...
Heh, en maður lætur þetta nú ekki á sig fá...finnst þetta bara meira skrítið en nokkuð annað....en jábbs....held a það sé kominn tími á mat og kanski einni góðri göngu kringum tjörnina.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli