...Hlú litlu villidýr, víííí...loksins komin föstudagur.....langþráð helgi að ganga í garð...þvílík sjálfsblekking sem að á sér stað...er að vinna þessa helgi en ég meina þegar að maður fær að sofa - þó að það sé ekki nema klukkutíma lengur þá er sko lúxuslíf...þetta er svona einsog með snooztakka á símum og vekjaraklukkum...ég er allsvakaleg með það fyrirbæri...stilli klukkuna á hverjum degi um hálf sjö og snúsa alltaf í góðar 45 mínútur.....
litli púkinn á hægri öxlinni "þú getur sofið í 6 mínútur lengur...ZZZZ"....litli púkinn á vinstri öxlinni "farðu nú á fætur Urður mín, farðu í langa góða sturtu og drekktu morgunkaffið í rólegheitunum"....svona halda þeir áfram þar til að sá á hægri öxlinni hefur sigrað og allt of stuttu tími til stefnu...og hvað græddi maður svo á þessu...ekkert nema það að það er ekki nógur tími til neins og maður er búin að vakna og sofna, vakna og sofna (nær aldrei að festa svefninn almennilega) og verður þreyttari og ruglaðri fyrir vikið....en djö finnst mér þetta gott... *glott*. Málið er bara að fá sér stóra, gamla vekjaraklukku ekki með snoozi og drullast á fætur þegar að klukkan hringir....eða lítinn dverg sem að strýkur manni um vangann og segir manni að kaffið og ristabrauðið sé tilbúið og hann sé að láta renna í bað....(kanski pínu ýkt...)..
Jæja best að fara að vinna...og vera duglegur!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli