07 apríl 2004
...sólin farin í páskafrí...
...í fyrramálið mun ég leggja upp í ferðalag....tók þá ákvörðun að keyra frekar milli, frá sumó - gegnum göngin - í vinnuna - gegnum göngin - uppí sumó aftur...já hvað gerir maður ekki fyrir smá sveitasælu...langþráð frí framundan...djö skal ég njóta þess að vera útvarps, tölvu, sjónvarps og símalaus...víííí...get varla beðið....Ég er alveg með andlegt ofnæmi fyrir sumarbústöðum sem eru einsog hallir...ég fór einu sinni í sumarbúsað með félögum mínum...var mikið búin að hlakka til ferðarinnar, vorum rúma 2 tíma á leiðinni...spennann orðin alveg ótrúleg hjá mér að komast bara burt frá borginni og öllu sem að henni fylgir en nei nei...allir hinir semsagt með öðruvísi hugmyndir um það hvernig sumarbústaðir eiga að vera...við keyrðum upp alveg brjálæðislega flotta innkeyrslu, uppað sumarbústað sem að líktist öllu frekar einbýlishúsi í Kópavogi...bíllinn settur inní bílskúr (hvað er það ??), gengum síðan inní höll þar sem að var allt til alls, við erum að tala um húsgögn af bestu sort, lazyboysófar, sjónvörp í flestum herbergjum, PC tölva, Playstation tölva, uppþvottavél for kræing oút lád, sími....æi þið vitið...þetta var bara svona einsog að fara í næsta hús hérna í Reykjavíkinni....úff, ég hef sjaldan orðið fyrir svona miklum vonbrigðum með sumarbústað....ekki það að ferðin hafi ekki verið úber skemmtileg....en mín hugmynd er akkúrat að losna við allt þetta....ég er ekki að segja að mig langi að sumarbústaðir séu einsog torfbæir eða það....bleeeeee...nú er ég farin að röfla...ég veit bara að ég er að fara í fallegasta og sætasta og fullkomnasta sumarbústað um páskana og ég hlakka geðveikt til...já svona geta skrýtnir hlutir gert mann glaða....nú er bara að vona að sólinn stimpli sig aftur inn á morgun og ákveði að vera fram yfir páskana....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli