*geisp*...góðan daginn öll sömul og gleðilegan laugardag....nú eru flestir að sofa úr sér gleði gærdagsins, skríðandi heim til sín, vaknandi heima hjá einhverjum ókunnugum sem að í góðmennsku sinni hjálpaði viðkomandi úr fötunum (hvað er að því að fá smá hjálp einstaka sinnum...hihih) eða bara ennþá að (það var þegar að maður gat það...í gamla daga *glott*)..
Túristarnir hinsvegar vöknuðu eiturhressir SNEMMA í morgun og voru farnir að mynda raðir hérna fyrir utan búðina rúmlega 8 (halló 2 tímar í opnun..)....þeim liggur lífið við að eignast lundabolla, lundaboli, lundalyklakippur, lundakodda, lundapóstkort..lunda lunda lunda...einn spurði nú hvar maður gæti eignast einn svona uppstoppaðann....já maður getur ekki heimsótt Ísland "the land of ice and fire" án þess að fara heim drekkhlaðinn Lundamynjagripum....ég skil þetta ekki.....þetta ætti að vera orðað öðruvísi "The land of Puffins (sem að enginn sér nema að túrinn um Vestmannaeyjar sé inní ferðaplaninu...hmmm)"....já Lundaheimurinn er mér algjörlega hulinn heimur...gaman að spá í þessu samt...ég hef örugglega tönglast á þessu áður hérna á blogginu og ég mun halda áfram að tönglast á þessu þangað til að einhver útskýrir þessa undarlegu þráhyggju fyrir mér....hmmm...ætli þeir gangi svo langt að taka þessa þráhyggju með sér í svefnherbergið....klæði sig í lundabúninginn og gefi frá sér heimsins undarlegustu hljóð og skelli sér svo til sunds...hmmm...allt er nú til börnin góð og misjafn er víst smekkur manna...manni ber víst að virða það...hihihh......
Jæja, ég held að ég sé sjálf bara komin með "lundaþráhyggju" á háu stigi......"halló ég heiti Urður og er lundafýkill"...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli