21 apríl 2004
...hvað má segja og hvað má ekki segja...??
...lenti í alveg svaka samræðum við vinkonu mína áðan og á tímapunkti þurfti ég að lýsa fyrir henni annarri stelpu sem að ég var viss um að hún kannast við líka...ég ss byrja að lýsa henni og segi "þetta er svona ljóshærð stelpa, frekar hávaxin og þrýstin......".....hélt að vinkona mín yrði nú vart eldri (svona týpa sem að finnst morð á flugum ófyrirgefanlegt...etc..) og sagði að svona (þrýstin) segði maður nú ekki um vinkonur sínar og blaaaa.....hellúúúúúú....skil ekki alveg, ég var ekki að segja að viðkomandi kona væri feit...ALLS EKKI...þegar að ég segi "þrýstin" þá er ég að meina bara svona konulegur vöxtur...æi þið vitið, með rass, mjaðmir og ágætis barm....hmmm...kókflöskuboddíið svokallaða....sjáið þið þetta eitthvað öðruvísi fyrir ykkur....ef að einhver segði við ykkur að einhver væri þrýstin .. sæuð þið fyrir ykkur einhverja súmóglímukonu eða....æi...bara fyndið.....og ef að þessi viðkomandi kona sem að ég hefði verið að tala um væri nú í alvörunni feit...hvað í ósköpunum ætti ég að segja....hún er ljóshærð, hávaxin og frekar blíbbb/þétt/vel í holdum komin/feitlagin/feit.....??? Já ég þarf greinilega að hugsa aðeins meira áður en ég læt hlutina út úr mér....byrja bara á því á morgun... *glott*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli