22 apríl 2004

...jú had tú bí þer...

Sumarið er skriðið til Íslands....til lukku með fyrsta dag sumars lömbin mín....morguninn var frekar grámyglulegur en fer bara MIKIÐ batnandi....vonandi svona einsog sumarið mun gera.....byrjar kanski erfiðlega hjá sumum en svo mun sólin skína inní hjörtu landsmanna (djúpt)...víííí....planið er að fara í "víkina" með englinum mínum og njóta veðurblíðunnar og búa til sandkastala....er til betra plan (þá annað en að vinna í Lottóinu...hmmm)

...já fyndin atvik sem að ég ætla að reyna að segja ykkur frá....veit ekki alveg hvort að ég get það því að þetta er svolítið svona "jú had tú bí þer" dæmi sko...en þar sem að mér þykir þetta svo ótrúlega fyndið þá verð ég að reyna að deila þessu með ykkur... *brosútaðeyrumkall*

Litla fjölskyldan leggur af stað á jeppanum í búðarleiðangur...út í Nýkaup á Nesinu...pabbinn keyrir inn planið hjá Nýkaupum, skimar svona eftir stæði og sér eitt losna ekki langt frá ... systkynin í aftursætinu eitthvað að kítast svona einsog vanalega og frúin voða settleg frammí tilbúin í geðveikina sem að fylgir vikuinnkaupunum....
Á planinu (rétt hjá lausa stæðinu, næstum alveg að koma að því) er einnig kona í svona rafmagnshjólastól, pabbinn hugsar sig pínu stund um en ákveður að smegja sér framhjá konunni inní stæðið...hann keyrir uppí stæðið..frúin missir andlitið og segir ákveðið og reiðilega við manninn sinn sem í sínu mesta sakleysi er að leggja í stæðið "hvað er þetta maður, ætlarðu að stela af greyið konunni í hjólastólnum stæðinu hennar".....
HALLÓ.....hvað sá frúin eiginlega fyrir sér.....að konan í hjólastólnum myndi bara parkera stólnum í stæðinu og LABBA síðan inní Nýkaup.....
thíhíhíhíhí....muhahahah...æi mér finnst þetta bara endalaust fyndið...þessi saga kemur mér alltaf til að hlæja og í gott skap...en einsog ég sagði áðan....kanski pínu svona "jú had tú bí þer"...

Engin ummæli: