21 apríl 2004

...hugarHamstur...

...af hverju er maður alltaf að búa til aðstæður í hausnum á sér.....hafiði eða geriði ekki svona aðstæður í hausnum á ykkur stundum, ég td er voða mikið fyrir það að ákveða bara með sjálfri mér hvernig hlutir munu fara...einsog í gær var ég í svona pínu tiltekt í hausnum á mér þurfti að fara að hitta fólk og ganga frá ýmsum málum við það og ég var ss að keyra niður Laugarveginn af því að ég átti að hitta viðkomandi á kaffihúsi í naflanum...alla leiðina niðrettir var ég bara að ákveða hvernig samræðurnar myndu fara fram, hvað hann myndi segja og hvernig hann myndi bregðast við....sem að auðvitað bara magnaði upp stressið hjá mér...vitir menn það sem að hann sagði og gerði var EKKERT í líkingu við það sem að ég hafði ýmindað mér...æi skiljiði eitthvað hvað ég er að fara eða reyna að segja...já stundum talar maður bara tungum....
Wellý já, ég gekk frá ýmsum misskemmtilegum málum í gær og nú er mins bara NÝ manneskja og brosi allan hringinn og ætla mér að gera það alveg fram á sumar....vííííí.....sumarið kemur á morgun....já börnin góð í dag er vetur og á morgun er sumar...hmmm....skrýtinn heimur sem að við búum í ....
úffff....krimmaþemað gengur alveg "úber" vel....við stelpurnar breinstormuðum í ogguponsu stund í morgun og ákváðum að hafa bara svona lík út um alla búð...eða þið vitið svona hvítar útlínur einsog eru alltaf í bíómyndunum...kemur bara ansi skemmtilega út....fólk tekur þessu svona misvel....gamla fólkið tiplar einhvernveginn yfir þetta einsog það liggi manneskja á gólfinu sem að það vill ekki vekja, unga fólkið (unglömbin) svona meira wooowwww...cool....fínu jakkafatakarlanir brosa svona út í annað og segja "já það vantar ekki hugmyndaflugið" og fínu bankakonurnar hneykslast bara og hrista hausinn....
....
Farin að vinna....síja....

Engin ummæli: