28 apríl 2004

...svíf á bleiku skýi....

...já sólin skín, allir með ís (já já ég veit, ég er alltaf að tala um ís...get jús tú it!!), fólk komið með nýjar freknur á nebbana og allir ótrúlega happy....úff..ætla að skjótast og sækja erfingjann beinnt eftir vinnu og hendast síðan aftur í bæinn og spóka mig aðeins í sólinni, get varla beðið!!
..í dag var mér boðið að skrifa smásögu í bók og ég spurð hvort að ég vildi gefa út ljóðin mín...hmm...já það er sko kompli fyrir mig sko...ótrúlega ánægð með það sko...afþakkaði reyndar pennt og sagði að ég væri svona meira bara að skrifa fyrir mig og mína nánustu. Hugsa að ég myndi ekki meika að hafa nafnið mitt einhverstaðar aftaná bók, er of mikið svona bak við tjöldin týpa eitthvað..æi get ekki útskýrt. En já, egómælirinn fór alveg í botn....alltaf gaman að fá að heyra að einhver kunni að meta það sem að maður er að gera, fær mann til að halda áfram ....og maður hendist uppá bleikt ský...og þar ætla ég sko að vera í nokkra daga *glott*
En jáms og jæja.....nú er Júróvisíjón að nálgast..hmmm er það ekki 15 maí eða...hvað er planið þá börnin góð...ég hef alltaf verið heima með fjöllunni, grillað, borðað ÓGÓ mikið og bara slappað af....allir eitthvað voða undrandi á því..."hvað er að þér...ferðu ekki í Júrógrill??" Hmmm...þannig að nú verður VOGIN ég að ákveða mig, á maður að fara í eitthvað af þessum grillveislum sem búið er að bjóða manni í eða bara halda í venjuna (ekki breyta of mikið til, gæti verið gaman sko hihihihh) og kúrast og gimpast heima...hmm...ja well ég hef nú alveg hálfan mánuð þangað til...en fólkið hérna í kringum mig er farið að telja niður einsog það sé á leið til útlanda...hihih....já Júróstemmarinn er sko mættur, allir farnir að raula þessi líka skemmtilegu júrólög og svona....la de swinge la de rokk og ról (eða hvernig sem að það var nú aftur).......
...Spurning; Hvað er uppáhalds júróvisíjón lagið ykkar og hvað á að gera á júrókvöldinu ógurlega...?????

Engin ummæli: