....æi hvað það er erfitt að halda bara áfram í hversdagsleikanum svona eftir 5 daga frí...ekki alveg sú glaðasta þegar að vekjaraklukkan hringdi í morgun, hefði nú frekar viljað vakna við fuglasönginn *úfffff*...en já svona er þetta víst, lífið heldur áfram - það er ekki ein endalaus sumarbústaðarferð og leti...því miður...
Eitt finnst mér snilld, það eru blessuðu "gestabækurnar" sem eru alltaf í þessum bústöðum, úff hvað það er ótrúlega gaman að lesa þetta, vísur, brandarar, dagbókarfor, leiðinlegt fólk, skemmtilegt fólk, börnin sem að skrifa nöfnin sín yfir heilu og hálfu blaðsíðurnar og ekki má gleyma aldrinum "Guðmundur 9 og hálfs..."....æi þetta er eitthvað allt svo krúttaralegt..var að fletta í gegnum þetta uppí bústað núna um páskana, held að ég hafi skift um skrift svona þúsund sinnum yfir síðustu 11 árin, ó mæ god...sálfræðingar segja víst að það sé eitthvað innra óöryggi....bladibla...já já og að naga neglur eru sjálfseyðingarhvöt....já best að enda lífið bara með því að éta sig og best að byrja að fingurgómunum...hvað er það...en allaveganna aftur að gestabókunum...ég skellti saman í vísu ...sem að ég gleymdi reyndar heima..ætlaði að deila henni með ykkur en það nær víst ekki lengra...en jamm og jæja, best að halda áfram að vinna..nóg að gera....
hasta pronto
Engin ummæli:
Skrifa ummæli