....Af hverju roðnar maður..já, ég vill fá svona líffræðileg svör..*glott*...Sem dæmi með mig þá má manneskja af gagnstæðu kyni ekki anda í áttina til mín þá roðna ég, pælið í því þegar að yrt er á mig...ég roðna niðrí tær...ekki gott mál....*bros*
Það gekk inn ja frekar huggulegur ungur maður og bað um aðstoð og ég fann alveg hvernig ég breyttist smátt og smátt í risarækju, reyndi voða mikið að horfa niður og á eitthvað blað sem að ég var með í hendinni...ekki alveg að gera sig....þannig að ég ákvað nú að lýta upp, bíta á jaxlinn og haga mér vel en nei nei...ég fann hvernig ég var rauð ...bleik...fölbleik...húðlituð.....jeij (ég gat það...sigrast á roðninu..)hugsaði ég en nei nei þegar að ég ætlaði að fara að tala við manninnn, aðstoða hann og vera voða sæt fór ég bara að STAMA...já hvað er það ....ég fékk alveg svona "æi greyið hvað hún er feimin þessi" augnarráð...ég vil ekki svoleiðis augnaráð takk fyrir takk....úff ég þarf alveg einhver ömmuráð við feimni og roðn.....ég skal alveg drekka líter af sítrónusafa á hvolfi hoppandi á öðrum fæti og raula þjóðsönginn ef að það er það sem að virkar....hmmmm
Engin ummæli:
Skrifa ummæli