....jæja, vá hvað það er stutt í helgina, finnst einsog helgin sé bara nýbúin og strax komin önnur....bara ljúft líf...vildi óska að þannig liði manni barasta alltaf...eða kanski bara að þannig VÆRI það alltaf *bros*
Til mín (eða uppað afgreiðsluborðinu) gengur maður, virðulegur mjög, í fallegum og vel pressuðum jakkafötum, rakspíraanganinn liggur yfir allri búðinni...æi þið vitið þessi fíni bisness maður (vinnur örugglega með verðbréf eða eitthvað)..hann heldur á blöðum (samanvöðluðum - einsog laumuklámblaðakaupendurnir gera svo oft *glott), leggur bunkann á borðið...jú jú "viðskiptablaðið", "Focus", "Frjáls Verslun" og síðast en ekki síst eitthvað blað sem að heitir "Sluts" (eða eitthvað þvíumlíkt)...ég svona bara afgreiði manninn í makindum mínum, skanna inn öll blöðin og legg þau jafn óðum á borði bara við hliðiná mér en missi svo óvart þetta "Sluts" blað þannig að forsíðan dettur/snýr niður í borðið ... maðurinn sem hefur greinilega verið að safna í sig kjarki eða eitthvað til að kaupa blaðið og verið orðinn svona taugaveiklaður og stressaður missir sig...hihihhiihih....æpir á mig..."hvað kemur þér það við að ég sé að kaupa klámblað"..."þarft þú eitthvað að vera að skammast þín fyrir mínar gjörðir"....."er ég eitthvað verri þó að ég kaupi klámblöð".....það var annar maður fyrir aftann "stressaðaklámblaðakaupandann" sem að missir sig og springur úr hlátri og djö átti ég bátt með mig "thíhíhíhí.."
Æi greyið maðurinn hann hefur verið orðinn svona stressaður þessi elska.....já svona er fólk fyndið...
Djö skal ég missa mig næst þegar að ég fer á kaffihús og mér er ekki boðinn sykur með kaffinu..
"hva, ertu að segja að ég sé feit"..."viltu ekki bara reyna að selja mér Herbalife líka...hrmpf"....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli