23 júlí 2002

*Kallinnminnerkominnheimbros*
Jæja nú er þessi vinnudagur senn á enda.......*jeij*.....og kallinn var að koma heim af sjónum, æðislegur dagur! Hann fer reyndar aftur út á morgun *sniff* en maður verður víst barasta að sætta sig við það !!
Af hverju er alltaf rigning og grátt hérna á þessu blessaða skeri, getur einhver svarað því fyrir mig, ég hélt að núna væri sumar og að sumri fylgdi sól, blíða og ís.......en svo virðist ekki vera.....jújú við höfum víst fengið nokkra góða daga.....en ég er svo frek að mig langar í fleiri *glott*. Svo er svo leiðinleg spáin um Verslunarmannahelgina......það á víst að rigna um mest allt land......nema kanski einhverstaðar í afdölum......en er rigningin og leðjan ekki partur af "Eyjastemmaranum" ?? Það er svo gaman víst að fljóta um í tjaldinu sínu...fljóta um í leðjunni...........mikið fútt og mikið stuð *bros*
Well nú verð ég víst að fara....er orðin svo svöng að ég er farin að naga takkaborðið........ekki gott fyrir meltinguna held ég......
Bið bara að heilsa ykkur í bili.
*rigningarknús*

Engin ummæli: