10 júlí 2002

Góðan daginn litlu sólskinshumrarnir mínir........
Ummm......aftur er komið svona "ísveður".....*jeij jeij*
Nú er Haffa mín komin með blogg líka og mér þykir bara við hæfi að linka inná hana....og bjóða hana velkomna í tölunöllaheiminn.......
Helgin var algjör snilld hjá mér....ég fór á hið skemmtilegasta djamm á föstudaginn sem að ég hef farið á í lengri lengri tíma.....var í vinnupartý (afmæli hjá yfirmanni mínum) til að byrja með, þar var drukkið mikið hvítvin og borðað gífurlegt magn af Ritzkexi og ostum og síðan var dempt sér yfir í góða kalda bjórinn.......*rop*........Mikið hlegið og stemmarinn alveg brilljant......ég endaði í löggugallanum (pabbi hennar átti hann....fílaði mig geðveikt) ......hihihi....bara gaman......hefði bara viljað handjárna einhvern *glott* og beina vasaljósi framaní viðkomandi......bara svona til að fá algjöra tilfinningu fyrir þessu!
Við skelltum okkur niðrá Nasa, staður sem að ég hef nú ekki mikið verið að fara á en í þetta skiptið var hann alveg að gera sig ! Við dönsuðum einsog brjálæðingar ...... vorum sveittar og sælar.....hihihih......
Well allaveganna þá var þetta algjört snilldardjamm...............dansaði og djammaði einsog vitlaus............og drakk auðvitaði í stíl við það!!
Alltaf gaman að djamma í góðra vina hóp........Wells hef nú ekkert að segja svosem......kallinn fer að koma heim af sjónum *kúr kúr*.....hlakkar alltaf jafn mikið til......
Ég skrifa ykkur nú meira á eftir.......mikið að gera í vinunni........og við erum allt of fáar!
Lúllaði hjá Kollunni minni í nótt.......mikið spjallað, hlegið og uppdeitað af gömlum sögum og því sem að hefur gengið á undanfarna daga og vikur........bara gaman.........
Jæja ég kveð ykkur að sinni.......hlakka til að kíkka á síðurnar ykkar og fylgjast með ykkur (eða allavega þeim sem að hafa síður)
*sólheimabrosútaðeyrum*

Engin ummæli: