...úff, ég fékk svo undursamlega, stórkostlega, brjálæðislega fallegt e-mail í morgun sem að var skrifað til mín í nóttinni....vildi óska að það biðu mín alltaf svona mail þegar að maður mætti til vinnu á morgnanna, bara til að gefa smá búst í daginn...held reyndar að það hefðu allir gott af því að fá svona mail annarslagið. Maður ætti kanski að opna svona þjónustu, þar sem að maður sendi viðkomandi falleg orð/bréf annarslagði, sem að segðu hversu góður og fallegur vinur hann væri...hehe..svo gæti maður fært út bissnessinn og farið út í að hringja í fólk..."bara að segja að ég sakna þín".....og svona...hehe.
Annars var ég spurð að því um daginn fyrir hvern ég væri að skrifa þegar að ég bloggaði..hmmm...hef ekki hugmynd um það! Hef reyndar aldrei mikið spáð í það fyrr enn mér var bennt á það....held að ég hafi nú aldrei látið neitt of ljótt flakka hérna inná þessari síðu né þá étið einhvern lifandi....Held líka að ég viti svona nokkurnvegin mörkin, hvað á heima í netheimum og hvað ekki...!! En, já ef að ég hef sært e-h eða látið eitthvað uppi sem ég átti ekki að gera þá bara biðst ég hér með afsökunar á því...það var nú aldrei meiningin litlu dýr...
..Jæja, best að fara að vinna....hringja fyrst í manninn í lífi mínu (pabba gamla) og tékka aðeins statusinn á "gráa silfrinu"....hehe...örugglega erfitt fyrir feður að vera mennirnir í lífi einstæðra dætra sinna...*bros*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli