04 nóvember 2004

..barnahvað..

..ohh ég vildi óska að ég væri bara barn núna...allavegan í svona nokkra daga, engar áhyggjur, ekkert stórbrotið að hugsa um (eða þannig)..öfunda mömmu á öllum póstinum sem að hún fær innum lúguna - geri mér náttúrulega enga grein fyrir að reikningar eru ekkert gleðiefni né ástarbréf heheh, hlakka til að fara í búðina eftir skólann án þess að gera mér grein fyrir að þá eru allir "dauð"þreyttir eftir erfiðan dag nema ég...æi þið vitið....þegar að allt var svo simpled...Þá fengi ég líka kanski eitthvað af þessum snilldar barna/unglingabókum sem eru að koma...úfff, ekkert smá mikið úrval af fallegum og flottum bókum þetta árið....þoli samt ekki hvað sögurnar eru orðnar einfaldar og bleikar eitthvað...hvað varð um gömlu góðu grímsævintýrin og sögurnar...þar sem úlfar voru ristir á hol til að ná út fólki, Skrútsi litli sem átti enga vini og engin þoldi hann...Óliver litli Twist fékk ekki meira af súpu og lærði að stela, Litla stúlkan sem átti engan að og var með e-h elspýtur..........nú er allt svona happy happy joy joy...heheh...kanski er það bara betra.....allt voða bleikt og ljósblátt

Engin ummæli: