Finn hafgoluna strjúka vanga minn þegar að ég geng upp að húsinu.
Geng eftir stórum rauðbrúnum steinvölum sem hafa alltaf verið þar en eru á sama tíma einsog málaðar á jörðina bara til að fullkomna myndina. Horfi út á hafið sem blasir við mér, horfi á staðinn þar sem himinn og jörð mætast...Heyri hafið syngja öll uppáhaldslögin mín og vindin segja mér öll uppáhalds ævintýrin mín...Þarna sit ég í háu grasinu, mér er ekki of heitt og mér er ekki of kalt. Umvafin uppáhalds blómunum mínum, frelsið liggur í loftinu og allt er fullkomið – eins fullkomið og ég vill hafa það!
... hvílíkt frelsi að geta horfið til þessa staðar – bara til að hreinsa hugan....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli