12 nóvember 2004

...namm...

..ef þetta er ekki kvöld til að liggja undir teppi með heitt kakó og góða bók þá veit ég ekki hvað...Hlakka ekkert smá til 2 des þegar að síðasta prófið er búið, ég get grafið skólabækurnar og farið að háma í mig allar þessar girnilegu jólabækur....tilhlökkunin er að æra mig....ég er samt ekki frá því að jólabækurnar í ár séu mun minna áhugaverðar heldur en í fyrra...reyndar fegin að það er ekki jafn mikið af svona "sjálfshjálpareyðimerkursnípsaftökubókum" einsog í fyrra, en ég meina það eru víst tískubylgjur í bókum einsog öllu öðru...í ár eru meira svona "baráttubækur", ekki að þær séu í miklu uppáhaldi hjá mér en mér þykir það skárri kostur .... voðalega mikið af svona bókum um fíknir, hvernig eigi að læra að lifa með þeim og kanski komast jafnvel í gegnum þær.....bækur um eiturlyf, neyslusögur - baráttusögur fjölskyldna .. og svo svona sjúkrasögur...æi þið vitið svo eru náttúrulega alltaf slatti gefnar út af ævisögum og sögur e-h staða/borga/sveitafélaga....allt allt allt of lítið af góðum, rétt er að sagt áhugaverðum skáldsögum (íslenskum)....held ég sé samt búin að finna bókina sem að verður aðfangadagsbókin mín....ohhhh.....allt brjálæðið búið, búin að sprengja mig á góðum jólamat, komin í jólanáttfötin með bókina og smákökur.....ummmmmmmmm

Engin ummæli: