...Hvað er betra en að enda góðan dag með æðislegri mynd (Amélie), ég alveg elska þessa mynd - gæti horft á hana oft á dag...
Dagurinn leið og gekk upp 100%...vaknaði alveg úber snemma, hress og kát með erfingjanum, fórum í leiðangur og nutum morgunsins alveg til hins ítrasta meðan að megnið af borgarbúum hraut...en mikið djö var kalt, en ekkert sem ekki var hægt að klæða af sér....æi svona jólasnjófílingur, ískalt úti, svarrauðbleikur himinn og brakandi snjórinn...yndislegt! Síðari hluti dagsins var síðan nýttur til lesturs og lærdóms - erfinginn fór í pössun og ég skundaði með Nóann minn á kaffihús, tengdist netheimum og voilá skilaði af mér nokkrum verkefnum..nokkuð sátt við afrakstur dagsins bara. Varð fyrir pínu sjokki þegar að ég sat inná ónefndu kaffihúsi í 101 og inn skundar snaggaralegt par, í "góðum" fíling bara, sest á borðið við hliðiná mér og fer að tala saman um afrakstur næturinnar....hvaða pillur þau hefðu verið að "poppa", hvað þau væru sátt við og hvað þau skildu nú aldrei taka aftur því virknin væri nú ekki nógu góð fyrir þennan pening...úff hvað mín átti bágt með sig þá - þau voru ss að koma beint úr partyi og voru að bíða eftir næsta skamti til að halda áfram....æjæjæjæ....hafa ekki verið deginum eldri en 19 (úfff - held ég, en hvað veit maður annars....) Þeim var líka svo skítsama um alla i kringum sig og hvað fólk heyrði inná þessu blessaða kaffihúsi því þau töluðu þarna saman einsog þau væru nú bara að skiftast á kökuuppskriftum.....Mikið andsk.. er ég feginn að vera blessunarlega laus við þann djöfulinn (dópið) í mínu lífi, þvílík sóun á manneskjum...Annars var þarna maður á næsta borði (heheh hljómar einsog 3ja borða kaffihús) sem að bjargaði þessu því að það var svo guðdómleg lykt af honum...elska karlmenn með góðan rakspíra/ilmvatn....sveif bara um á einhverju ilmvatnsskýi eftir að hann settist þarna við hliðiná mér og hélt áfram að læra.....En aftur að Amélie...vona að dagurinn hafi verið góður við ykkur og að nóttin verði betri...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli