Ég veit fátt óþæginlegra en þegar mér þykir fólk taka “of stórt uppí sig” – flokkar fólk í hópa eða bara plain kallar aðra “aumingja”. Fólk hefur rétt á sínum skoðunum, alveg einsog þetta eru mínar skoðanir en ég get ekki neitað því að ég fæ fyrir brjóstið þegar að aðrir (eða mér þykir aðrir) setja sig á einhvern stall. Ég er ekki að segja að ég sé fordómalaus, held að enginn sé fordómalaus...alls ekki !
Nú hef ég verið að lesa hinar ýmsustu síður, síðustu daga og mikið verið að tala um alskyns fólk í allskyns myndum, stéttum, gerðum....æi þið skiljið.
Æi, ég veit ekkert hvernig ég á að koma í orð eða niðrá blað það sem að ég er að reyna að segja, en ég ætla mér að reyna...
Einsog tökum dæmi, um daginn var ég að tala við kunningjakonu mína sem að vægast sagt úthúðaði strippurum....ok, ég hef ekki mikið álit á því sem að þær eða þeir eru að gera við líf sitt, en þetta er þeirra líf og þetta er eitthvað sem að sum af þeim kjósa að gera en önnur ekki. Ef að þetta er það sem að þarf til að setja mat á borðið og borga reikninga, koma þeim í gegnum skóla, halda uppi fjölskyldunni e-h.staðar erlendis...eða þið vitið, vera til....þá þykir mér það bara ótrúlega sorglegt frekar en eitthvað annað. Mér finnst þær/þeir ekkert minni manneskjur eða ógeðsleg einsog fyrrnefn vinkona mín – hún sagði að þetta væri bara ógeðslegt fólk og hórur upp til hópa. Halló, góðan daginn – hvað er það? Ég held að þau hafi það alveg nógu skítt fyrir að þurfa að hafa þetta að atvinnu (þ.e.a.s. þau sem ekki vilja vera í þessu...) og að við hin sem erum í okkar 9-17 vinnu alla daga séum ekki að úthúða eða stimpla þau...æi skiljiði eitthvað hvað ég er að fara?? Hvernig eru þær eitthvað verri en maðurinn sem að fer inn á staðinn og borgar fyrir að sjá þær dansa, ég bara spyr??
Síðan eru það “dópistarnir/alkarnir/spilafíklarnir...” – þetta er bara þeim að kenna, þau eru aumingjarnir...já, já og þú hefur aldrei tekið rangar ákvarðanir í lífinu....right. Lífið er ein skólaganga og suma daga gengur manni vel og aðra ekki, stundum nær maður prófi og stundum fellur maður eða gengur ekki nógu vel....er ekki spurning um að gefa fólki annað tækifæri leyfa því að taka sjúkraprófið eða?? Ég hef líka svo oft heyrt, hann/hún bara vill ekki hjálp, þetta er bara henni/honum að kenna, hún kom sér í þetta og hún skal nokk koma sér sjálf út úr þessu......ég veit að stundum nær vonleysið tökum á fólki og ég skil það líka alveg 160% og ég er alls ekki að segja að allt sé fyrirgefanlegt eða þannig....aðstæðurnar eru náttúrulega jafn margar og margbreytilegar og fólkið er margt.....ég trúi því samt sem áður að maður megi/egi ekki að gefast upp á fólki en veit mætavel að hægt er að gefast upp á aðstæðunum...skiljiði mig?
Úff, nú getur það komið út einsog ég sé sjálf að alhæfa eða staðhæfa eitthvað – er bara að reyna að koma þessu einhvernvegin frá mér...hef eitthvað svo mikið að segja en er ekki alveg að koma því frá mér einsog ég vil *bros*
Ástæðan líka fyrir því að ég er eitthvað að þrugla um þetta allt saman hér er að ég er búin að vera í einhverjum varnarham síðustu vikur út af einhverjum fordómum gagnvart fólki.....og einhvernveginn er alltaf einhver sem að ég þekki og mér þykir vænt um í einum af þessum “hóp”.....öryrkjar, hommar, svertingjar, stripparar, lespíur, alkóhólistar (virkir og óvirkir), dópistar(virkir og óvirkir), spilafíklar (virkir og óvirkir), tælendingar, aðeins of feitt fólk....og svo mætti svo LENGI telja...
hehe....ég er búin að finna út hvar mínir fordómar liggja..........”ég er með fordóma fyrir fólki með fordóma” .... eða með öðrum orðum.......ég þoli ekki þraungsýnina, fáfræðina og viljan sem VANTAR aljgörlega til að fræðast um eitthvað......kommon það er árið 2004, er ekki spurning um að hætta að ganga um götur borgarinnar einsog hestar með leppa fyrir augunum...líta aðeins til hliðar...hmmm
Engin ummæli:
Skrifa ummæli