01 nóvember 2004

...Edduverðlaunin...

....mér finnst nú að allir ættu að skella sér inná kosningasíðuna fyrir Edduverðlaunin og smella sínum atkvæðum í pott, alltaf gaman að vera með....
Annars var helgin mín bara blússandi fín, gerði allt sem að ég ætlaði að gera nema þá kanski að sofa....vann og lærði einsog mófó og hafði það svo ótrúlega notalegt þess á milli, því miður gafst ekki nægur tími til að slappa bara af og njóta þess að vera í fríi því að það fór í hundana...fríið þ.e.a.s ... en það kemur önnur helgi á eftir þessari og önnur eftir henni (hef ég heyrt)..Í gær á miðnætti kom út nýjasta bókn hans Arnaldar Indriðasonar Kleifarvatn og það var einhver voða miðnætursala á bókinni hans, gekk ótrúlega vel og skemmtileg stemning sem að myndaðist við það...fullt fullt af fólki og fjölmiðlamönnum mættu á staðin - svolítið spes fólk inná milli en bara gaman að því...fullorðnir eru engu skárri en börnin, einsog þegar að síðasta bókin með Harry Potter hófst í sölu eitthvert miðnættið í fyrra, var búið að skreyta alla M&M búðina, börn voru í skykkjum og svaka múnderingum...ótrúlega æst og spennt yfir þessu öllu saman...well þetta var alveg eins í gær nema þá kanski vantaði skykkjurnar.....En já, í dag hefst talning.is og ég sé framá að vera hér til áramóta eða kanski næstu páska...en það er bara gaman, alltaf gaman að breyta út af sinni venjulegu 9-17 rútínu og gera eitthvað annað...

Engin ummæli: