...úff, ég vinn á stað þar sem einungis konur/stelpur vinna (á daginn þ.e.a.s.) og andrúmsloftið hér getur orði svo rafmagnað og hormónelt að það er alveg yndislegt....ekki myndi ég hætta mér inní þessa ljónagrifju fyrir mitt litla líf ef að ég væri karlmaður....nú er t.d. sá tími mánaðarins á mínum vinnustað þar sem að klærnar eru brýndar og öskrin æfð...úff...en það er bara gaman að þessu...
Það er algjörlega hægt að líkja vinnustað mínum við "geðklofa hýenu á túr" í dag....
Það er brosað, verið yndislega hjálplegur og elskulegur við viðskiptavininn..en um leið og hann snýr í baki í þær þá er hugsuð besta leiðin til að króa hann af og éta hann....
Já það er gaman að fylgjast með hvað manneskjan getur verið margbreitilega GEÐVEIK...heheh
Engin ummæli:
Skrifa ummæli