...jæja börnin góð, september að ljúka og vitiði hvað...jújú - haldiði að ég hafi ekki bara heyrt jólalag á leið í vinnuna í gær........."HVAÐ ER ÞAÐ"...ég er jólabarn en eg meina er þetta ekki aðeins of snemmt, eða hvað finnst ykkur? Þar sem að ég vinn í bókabúð og sé um íslenskar bækur þar þá eru farnir að koma ansi margir póstar á hverjum degi um jólabækurnar sem eru víst að fara að skríða í hús..úff, maður fær svona áminningu að maður sé nú kanski ekki besta týpíska húsmóðirin, ekki farin að föndra, baka, raula jólalög né búin að hugsa út í jólagjafirnar í ár (veit um nokkrar sem hafa þær alveg á hreinu..úff). Mig langaði nú eiginlega bara að njóta októbers og nóvembers án jólaamstursins (eða þið skiljið) og hella mér svo bara í stressið í desember, en maður fær víst engu um það ráðið...eða hvað...
En jæja nóg röfl í bili, best að hella sér í Njáluna....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli