...ég var eitthvað svo voðalega mjúk í morgun þegar að ég vaknaði.....gekk um íbúðina með englinum, gerðum "morgunverkin", settumst svo niður og dáðumst að veðrinu og frostrósunum sem að höfðu sest á eldhúsgluggan....æi þær voru svona einsog í teiknimyndunum....ótrúlega fallegar....við alveg "vá fallegt - frostrósir - yndislegt - magnað....." og þar fram eftir götunum.....sólin skein, fuglarnir sungu...eitthvernveginn allt svo fallegt og yndislegt við þennan morgun....gerðum okkur klárar mæðgurnar og örkuðum svo út í bíl....kuldabolinn fór að narta í nebbana okkar og dóttir mín ennþá svona "Vááááá fallegt.......", ég meira svona "djöfulsins kuldaógeð...", setti hana í stólinn sinn og inní bíl........ég ennþá...."dauði og djöfull, skafa og ógeð, kalt, viðbjóður, úfff......" en brosti alltaf framaní engilinn sem að ég sá að sat í makindum sínum inní heita bílnum og alveg "VÁ MAMMA - FALLEGT"....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli