...ohh, ég elska þetta veður - yndi yndi yndi...vildi bara óska að ég gæti notið þess uppí rúmi, undir sæng með góðri bók...*namm*
Í gær fór ég í bíó með fjöllunni, sáum myndina "Dís" sem var bara ágæt...fín mynd, ótrúlega sátt við hvað það voru mörg ný andlit í henni...orðin svona nett þreytt á sjá alltaf SÖMU andlitin ár eftir ár og mynd eftir mynd....mér fanst önnur aðal leikonan hrein snilld og kom mér alveg ótrúlega á óvart (minnir að hún heiti Ilmur K.) - hún á eftir að gera góða hluti þessi pía, ef að hún er ekki bara byrjuð á því...*bros*
Annars er lífið farið að róast aðeins í vinnunni, skólafólkið sem hefur e-h alvöru hug á að læra í vetur búið að kaupa bækurnar sínar og túristarnir farnir að týna sig heim....ó mæ god...sáuði þessa "huges" sardínudós sem að var hérna við land á laugardaginn....hún var húmongus.......ég man ekki hvað ég heyrði að það hefðu verið margir um borð, 2800 farþegar og 1100 manna áhöfn....3 leikhús, skemmtistaður, bíó....mall...úffff....djö væri gaman að fara í svona krúz e-h.daginn......eða hvað?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli