....hafiði upplifað svona daga þar sem að þið eruð endalaust þreytt en náið ekkert að sofa, þið vitið of þreytt til að sofna...?? Alveg undarlegt fyrirbæri...
Við mæðgur erum kanski/vonandi komnar með snotra íbúð núna 1 okt....úff - fæ að vita það í dag eða á morgun...get ekki beðið...Já, 1 okt er sko næstbesti dagur ársins myndi ég halda, þá gerist allt (allavegana þetta árið...)....erfinginn fer á leikskóla, við flytjum í nýtt húsnæði (vonandi), góður vinur byrjar í nýrri og laaaaaaángþráðri vinnu, besta vinkonana verður ríjúnætit með betri helmingnum og síðast en ekki síst þá á maður víst afmæli...já 25 ára geitin..úff...ykkur verður sko öllum boðið í vöfflur og fínheit í nýju íbúðinni.....*bros*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli