...Ég er alveg ótrúlega mikið fyrir að syngja og hefur það aukist all verulega núna síðustu mánuði...það er alveg magnað hvað maður hefur mikla trú á sér þegar að maður er einn með sjálfum sér (ég allavegana), ég syng alltaf hástöfum þegar ég er í bílnum, sturtunni, elda matinn... eða bara e-h.staðar ein og finnst ég þá alltaf syngja einsog engill *bros*.
Það er svo fyndið - mér finst ég syngja "alveg" eins vel og flytjandinn í útvarpinu þegar að ég er að raula með e-h lagi og síðan þegar að það kemur fyrir að bakkus hefur bankað uppá þá finnst mér ég kunna alla heimsins texta og það skiptir sko "engu" máli á hvaða tungumáli þeir eru...ehehe...Ég fór e-h voða mikið að spá í þetta í morgun þegar að ég var að keyra engilinn til dagmömmunnar því að þá er sko alltaf trallað með *helv* Latabæjarstöðinni ... ég komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar vangaveltur - að þetta raul mitt er ekki e-h sem að sest á sál dóttur minnar og hún mun ekki þurfa sálfræðiaðstoð á fullorðinsárum .... svo að ég ætla bara að halda áfram að "tralla" og syngja inn dagana..................
þetta er allt í góðu svo lengi sem að ég
*Stofna ekki hljómsveit og gerist "söngkonan"
*Fer ekki að liggja á karokebörum bæjarins
*Reyni ekki að komast inn í Idol
*Býðst ekki til að syngja í veislum
*Gef ekki út disk
...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli