...var í gær á spjallinu við eina af fallegri manneskju sem að ég þekki og hún er á því tímabili núna þar sem að hún "glóir" af því að hún er svo skotin .... heheh...ég bað hana að lýsa fyrir mig manninum, sem og hún gerði...en hún byrjaði því miður á því að segja ..."hann er svona pínu nörd....hann....". Bíddu, bíddu, hvað er að vera nörd" - "æi svona, les mikið, fer í ræktina, finnst gaman að vera heima og elda góðan mat"
.....hmmmmm....hvað er nördalegt við þetta ??? Og hvað í ósköpunum er að vera NÖRD....sumum finnst fólk sem að hefur gaman af tölvuleikjum nörd, fólk sem lifir fyrir vísindaskáldsögur, greinilega fólk sem les mikið, "hangir" í tölvunni, fer í ræktina, eldar góðan mát, finnst gaman á hestbaki, djammar mikið, fer mikið í bíó....horfir á Star Trek.....etc...bíddu - eru ekki bara allir pínu nörd....áhugamálin eru víst jafn mörg og margbreytileg einsog við fólkið erum mörg og margbreytileg....æææi, veit ekki - bara einhver hugarsúpa í gangi núna... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli