22 september 2004

mið-viku-dagur

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan miðvikudag !! Ég ætla nú bara að byrja daginn á því að óska Kötlunni minni til hamingju með daginn....26 ára gellan (eða 49 *glott*).....Í kvöld skal haldið uppá daginn, pakkar opnaðir og ljúffengar veigar verða á bostólum....*slurk*.....klukkan rétt að skríða í/yfir 9 og ég farin að slefa yfir kvöldmatnum... Slotið bara orðið nokkuð tilbúið og ég vel sátt við flest allt....flestar myndir komnar á sinn stað, bókum hefur verið raðað (mjög mikið issjú hjá mér heheh), gardínur komnar upp, fest hafa verið kaup á dýrindis ísskáp sem hefur fengið nafnið "Samúel"......það eina sem að vantar núna er bara þvottavél og þá verð ég 100% sátt... Nú getur maður farið að sinna náminu sínu sem skildi...hmmm....hef ekki alveg verið að gefa mér né finna tíma til þess.....hmmm....læra - flytja - flytja - læra.....FLYTJA...... Jæja, vinnan farin að hrópa á mig hástöfum....bið bara að heilsa ykkur í bili litlu lömb..

Engin ummæli: