...hmm...já ég verð nú eiginlega að segja að ég hafi orðið fyrir pínu vonbrigðum með þessa mynd...Einsog þetta er nú flott saga og flott efni til að gera GÓÐA mynd úr þá einhvernvegin mistekst það (að mínu mati)...það er einsog það skipti ekki máli lengur að innihaldið verði að vera gott heldur bara umfangið - hafa allt nógu stórt, ýkt, tölvuvætt og dýrt...þá telst hún fullkomin...Ótrúlega mikið af góðum leikurum í myndinni en vá líka ótrúlega lélegir leikarar líka og bera þá af 2 aðalkonurnar...dísus...rosa flottar konur báðar tvær en ættu bara að halda sig við "Pepsíauglýsingar"...Mikið af berleggja flottum karlmönnum..það vantar ekki að allir hafa eitthvað að horfa á ALLAN tímann...gott hvað ALLIR voru vel vaxnir á þessum tíma *bros*
Hmmm....ég myndi gefa henni 7 - 7,5 í einkunn....dúddírú...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli