...ljúfa líf...helgin er svo sannalega farin að banka uppá hjá mér....lítill helgarpúki komin í mig...jájá, maður er farin að leggja fólkið í vinnunni í einelti..eða einsog ég vill orða það brjóta það niður svo að ég geti byggt það aftur upp...já og svo er maður alltaf að reyna að stuðla að því að Regnbogabörn detti ekki úr umræðunni......
Hef ákveðið að gera stykkorð yfir plön helgarinnar og sjá svo hvernig þau standast...já alltaf gaman að prufa sjálfan sig...
Föstud. vinna, bónus, videoleiga, eldamenska, náttföt, svæfa, dekurtrítment hjá okkur Langmæðgunum, sófi, video eða bók, draumalandið í fyrra fallinu...
Laugard.vakna fyrir allar aldir (er með litla fallega/mennska vekjaraklukku), rólóast, vikulegi - LANGI - göngutúrinn, skókaupaleiðangrast, halda vöfflukaffi fyrir ömmu, rólóast meira, eldamenskast, baðast, svæfa, pússa dansskónna, finna sparíandlitið, skunda í kveðjupartý, drekka bleika bollu, skunda í afmæli, drekka öl, skunda á dansiball, óhreinka dansskónna, skella sér á minnst 1 súlu, fá sér eitthvað ógó að borða, koma heim á kristilegum tíma, sofna....
Sunnud.vakna fyrir allar aldir, baka fyrir veislu, fara í veislu, borða yfir mig, vinna, rólóast, í náttföt, slaka á og deyja.....
Jæja já svona er semsagt planið hjá mér um helgina..en ykkur!?!? Ég segi allavegana góða helgi lömbin mín...njótiði !!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli