06 maí 2004

...mát í mínum huga......

Svona í anda þess sem að ég var að röfla um hérna í gær á blogginu mínu...um að vera "sínglíngur"...hugsaði mikið um þetta í gær og komst í alveg feita aðstæðu í gær til að tefla aðeins við "parafólkið"... *glott*

Sit innanum fullt af fólki, þar af 3 pör og þrír sínglíngar...
jú jú er ekki skvett framaní mig þessari spurningu.

frú:"jæja Urður, ertu eitthvað að slá þér upp, eitthvað svona krassandi að gerast hjá þér....???" (greinilega er lífið alveg dautt ef að maður er ekki að slá sér upp...nokkuð augljóst)

Ég:" - horfi svona voða hugsi yfir hópinn (alveg búin að plana hvað ég ætla að segja/svara inní mér...bara að mana mig uppí það...hihh)...

Ég:"Nei - en hvernig er annars kynlífið hjá þér og "blíbb"....eruði meira fyrir að sofa saman með slökkt eða kveikt ljósin ...??

frú:" - dauðaþögn, andlitið HRUNDI á borðið (ofaní Lattebollann) ... emmm ummm...ha???

Ég:" Nei bara spyr, finnst þetta svona jafn viðeigandi/skemmtileg spurning og þú spurðir mig...

SKÁK MÁT...ég var í það minnsta voða glöð í hjartanu!!!

Síðan var bara hlegið að þessu öllu saman eftir smá stund thíhíhí...ég meina, var ég eitthvað of gróf eða...mér þótti þetta allavegana mjög gott og fyndið svar...já stundum er betra að svara fáránlegum spurningum með jafn fáránlegum spurningum..hmmm...æi fleeeee...

Engin ummæli: