29 maí 2004

...laugardagssól...

...Góðan daginn lömbin mín, já nú er maður bara mættur til vinnu, ótrúlega ferskur og sætur...ótrúlega ljúft föstudagskvöld hjá okkur "langmæðgunum"...mikið étið og glápt á imbann...jú jú það var splæst í megavikutilboð hjá Dominos...þegar að ég fór að sækja flatbökuna okkar (þurfti bara að bíða í korter) var fólk þarna orðið óhemju pirrað, sumir búnir að bíða í rúman klukkutíma - næstum 2...æiii....hefði ekki þolinmæði í svoleiðis, hvað leggur maður á sig fyrir eitt stykki pizzu?? Það var ótrúlega lítil sæt stelpa þarna með múttunni sinni sem að var orðin alveg ótrúlega pirruð og sveitt eitthvað...litla stelpan horfir svona stórum augum á mömmu sína með svona "ég skil ekki svip"......."mamma- hvar er maðurinn sem að setur svampa a pitsurnar?? "...ég hélt að það myndu allir trubblast þarna á staðnum...hehehe...já svona geta auglýsingar virkað *bros*
Well, ég býð ykkur bara góðan daginn öllum saman...njótiði dagsins og góða veðursins...glampandi sól og bærinn fullur af brosandi túristum....

Engin ummæli: