19 maí 2004

...fallega fólkið...

...jáms, þessa færslu ætla ég að tileinka konu sem er fullkomin í mínum huga....á sinn ófullkomna hátt....

* fallega fólkið borðar stundum yfir sig...
* fallega fólkið á sína slæmu daga...
* fallega fólkið fer stundum í mislita sokka...
* fallega fólkið á líka krumpaða/beyglaða bíla...
* fallega fólkið prumpar...
* fallega fólkið drekkur stundum 1 bjór of mikið...
* fallega fólkið er ekki alltaf í góðu skapi...
* fallega fólkið sefur stundum yfir sig...
* fallega fólkið er sumt með krullur...
* fallega fólkið borðar nammi...
* fallega fólkið bölvar stundum...
* fallega fólkið er sumt úr sveit...
* fallega fólkið gengur ekki alltaf frá fötunum áður en það fer að sofa
* fallega fólkið hrýtur stundum...
* fallega fólkið reykir sumt...
* fallega fólkið gerir stundum grín að öðrum...
* fallega fólkið "fer úr fötunum"...
* fallega fólkið er ekki alltaf sammála öðrum...
* fallega fólkið gerir stundum mistök...
* fallega fólkið eru ekki alltaf snilldarkokkar...
* fallega fólkið er ekki fullkomið...
...

* ljóta fólkið setur sig á einhvern óþarfa stall...
* ljóta fólkið telur sig vera fullkomið...

Já það væri hægt að gera úr þessu svona könnun...þið vitið. Þú getur komist að því hvort að þú ert falleg/ur eða ljót/ur með því að fara yfir listana...æi bla...
"gleðilegan mið-viku-dag"

Engin ummæli: