21 maí 2004

...litlu ungarnir okkar...

...dísus hvað börnin geta verið yndislega furðuleg stundum...ég var að heyra í gær fullt fullt af undarlegum sögum af undarlegum börnum og ótrúlega vírd uppátækjum hjá þeim...

Hann frændi minn, sem er orðinn fullorðinn maður í dag - svona týpa sem að dræpi ekki einu sinni mýflugu þó hún væri að éta á honum handlegginn með hnífi og gaffli...Alltaf þegar að hann fékk mola eða eitthvað ætilegt í hendurnar sem barn þá borðaði hann alltaf stærsta bitann fyrst þó svo að honum þætti hann vondur, minnst spennandi, langaði ekkert í hann..etc....og vitiði af hverju það var....jú jú út af minnsta bitanum...hann var alltaf að spá í það hvernig minnsta bitanum liði með það að vera minnstur...best að bjarga honum og borða stóru bitana fyrst svo að hann yrði einn eftir og þar af leiðandi stærstur...thíhíhíhhí

Síðan er það annað barn hér á bæ....þegar að krakkinn var orðinn 4 ára gamall og flest börn á þeim aldri farin að tala...well í það minnsta farin að segja mamma, pabbi, nammi, takk...æi þið vitið...nema auðvitað eitthvað sé að - þá er kanski skiljanlegt að barnið sé ótalandi..
Þetta barn kunni ekki stakt orð nema eitthvað svona smábarnahjal...daginn eftir 4 ára afmælisdaginn situr þessi prúða fjölskylda við kvöldverðaborðið og er að spjalla saman bara...barnið jafn þögullt að vanda og forerldrarnir orðnir frekar vanir þögla og hjalandi barninu sínu...smá þögn leggst yfir borðið .. allt í einu heyrist úr einu horninu (úr munni litla ómálga barnsins)..."heyrðu mamma, það vantar SALT"
*múhahahahah*

Já, svo má ekki gleyma ógeðis barninu sem að ældi alltaf í búðum (dóta og íþróttabúðum) ef að það fékk ekki það sem að það vildi...hótaði alltaf litlu kúguðu mömmu sinni.."ef að þú gefur mér ekki þetta sverð þá æli ég"....
*ojjj*

Já lömbin mín...svona getum við verið spes öll sömul...

Engin ummæli: