18 maí 2004

...óheilbrigðskriffráhvarseinkennin....

...já ég s.s. skrifaði ekkert í heila viku eða eitthvað á þetta blessaða blogg og lét það því miður bitna á góðri konu hérna í vinnunni...fór að senda henni undarleg svör (sem eru actually alvöru svör við einföldum spurningum - vinnutengdum) á tölvupóstum, sem reyndar er orðið að einhverju dæmi hérna hjá okkur...bara gaman...gef ykkur smá dæmi;

Elsku Kría

Mikið þykir mér vænt um að heyra að þú hafir nú ákveðið að ljúka Háskólanum fyrst. Mér brá eilítið í brún þegar að ég frétti að þú hefðir gengið í JPV (Jesus Pervertism Versions (cult)). Hún móðir mín kom að tali við mig síðasta þriðjudaginn í þar síðasta mánuði og var henni frekar brugðið af fréttum þínum um inngönguna og ekki bætti úr skák að þú sagðist ætla að ganga í hjónaband með Reverant Nippletuck. Við afi þinn náðum þó að róa hennar skelkuðu sál eftir langt og gott spjall.
Annars er bara allt hið besta að frétta af okkur gamla fólkinu, við erum á fullu í Bocha og unum okkur vel í bridgefélaginu með Lóu og Bíbí, ég hef þó lúmskan grun um að afa þínum finnist þetta nú ekki eins gaman og mér. Ég ákvað því að skrá hann á tréskurðarnámskeið sem að hefst á morgun, það verður gaman að sjá hvernig gamli maðurinn tekur í það.
En ég verð bara í sambandi við þig sem fyrst aftur mín kæra, þar sem að maður er nú orðin alheimstengdur og allt það ...
kossar og knús yfir hafið
þín
Amma Sibba

Engin ummæli: