26 maí 2004

...Morgunmóment...

...ég á svo ótrúlega fyndin morgunmóment - á hverjum einasta morgni keyri ég sömu leið með erfingjann í gleðskapinn sinn....útvarp Latibær alltaf á fóninum (alveg að gera mig gráhærða...hihihh) og einhvernvegin sungið og trallað alla leiðina...jú jú erfingjanum er skilað af sér, strax skipt um útvarpsstöð og síðan tekur rúnturinn niðrí bæ við....á vissum gatnamótum á þessari leið minni er ég ALLTAF stopp við hliðiná/fyrir framan/aftan sama bílinn með sama manninum/stráknum í ... þetta er orðið svona móment hjá okkur á morgnanna...ef að við erum hlið við hlið er svona veifað og brosað, eða veifað í baksýnisspegilinn ef að þannig er...hihihih...um daginn hittumst við í Nóatúni og urðum eitthvað svona "mis"....einhvernveginn - "hæbb, hvað segist..jámmm...við sjáumst á morgunn..." hehehe...ótrúlega hálvitalegt..
....ekkert leiðinlegt að eiga svona "vin" í umferðinni thíhíhíhí...kanski svona hint um að maður eigi að sparka í rassinn á sér og rífa sig uppúr einhverri fáránlegri rútínufirru og velja sér nýja leið í vinnuna....
Ég er svona týpa - ef að mér finnst einhver matur ótrúlega góður get ég eldað hann endalaust og fæ aldrei leið á honum, fæ eitthvað lag á heilann og spila það aftur og aftur, fíla eitthvað kaffihús/kaffið/þjónustufólk/þjónustunan og fer þá alltaf á þann staðinn, finn einhverja góða leið til að ganga/keyra/hjóla og sú leið er bara farin....ég bít eitthvað í mig og held mig bara við það...
where everybody knows your name....

Engin ummæli: