15 mars 2004

...til mæðu..

Jæja gott fólk, gleðilegan mánudag!! Ég vona svo innilega að helgin hafi verið úber skemmtileg og falleg hjá ykkur öllum...
Já, ég fór á árshátíðina og guð minn almáttugur hvað ég skemmti mér vel, hún var haldin á Grand Hótel, rosa fínn og flottur staður! Maturinn var alveg rosalega góður og maður fékk alveg mikið meira en nóg af öllu...nema kanski áfenginu, það var bara 1 freyðivínsglas í boði í byrjun kvöldins og svo er það upptalið bara *glott*... ekki það að maður hafi látið þar við sitja, já nei alls ekki...ég var mjög dugleg að fara á barinn ALLT kvöldið..uppgvötaði eitthvað skot sem að heitir "olbogaskot" svona ekta *konuskot*...voða sætt eitthvað...úff allt of gott á bragðið....ég drakk þau einsog ég fengi borgað fyrir það :)
Wellý við vorum þarna á Grand eitthvað frameftir þar til að fólk var orðið dansþyrst en þá var haldið á Sólon.....og dansað fram í rauðan dauðan....voða fínn staður svona (ef að maður er nógu fullur *glott*)...mætti vera MUN stærra dansgólf hinsvegar....
Ég var í því að bjóðast til að semja vísur handa fólki....veit ekki alveg af hverju, en það var bara gaman...
Já þetta kvöld fær sko 4 stjörnur hjá mér...
Takkedítakk fyrir snúnínginn Döggin mín og Kollster...þið eruð sko topp meðdansipíur!!!
Jæja farin að fá mér eitthvað gott í gogginn....bið að heilsa ykkur að sinni...

Engin ummæli: