23 mars 2004

...ljósmyndabækur...

úffedíúff....er semsagt að vinna í "erlendudeildinni" þar sem að allt er flæðandi í alveg ótrúlega flottum útlenskum ljósmyndabókum...held ég sé að drukkna...samt pínu svekkjandi, er að skoða alveg ofboðslega flotta bók sem að heitir "Century"..já nafnið segir sig nú beisikklí sjálft...myndir af liðinni öld...og það er solítið einsog ekkert gott hafi gerst á heilli öld...já ég veit að það voru margar hamfarirnar og allt en það HLÝTUR bara að vera að eitthvað gott hafi gerst sem að hægt hafi verið að mynda...er eymdin kanski flottasta mótífið ??...svona í gegnum bókina sem er skrilljón blaðsíður eru svona 4 myndir sem að ekki tengjast, hungursneyð, stríði, veikindum, sorg, aflimun, dauða, fátækt....etc...svo allt í einu kemur mynd af Marilyn Monroe brosandi út að eyrum....ég vill ekki og ætla ekki að trúa því að EKKERT gott hafi gerst á öldinni sem að er að líða...hmmm....ég hætti að fletta þessari bók bara til að komast hjá þunglyndiskasti og fór að glugga í annarri bók sem að heitir "The sea" og já það lyfti mér upp...úfffffff......ef að manni langar ekki bara að skella á sig froskalöppunum, súrefnisrörinu og bara stinga sér til sunds þá veit ég ekki hvað....já vitir menn, sit niðrí vinnu með froskalappir (í huganum...*glott*)...Það eru til bækur hérna með ljósmyndum sem að getað bjargað hvaða degi sem er.....já nú ef að þú ert að farast úr peningaskorti og sérð ekki fyrir endann á neinu er snilldar bók hér um fólk sem að einu sinni átti ekki bót fyrir eyrun á sér en hefur það bara blússandi fínnt í dag....svo ef að þú ert með mikla útrþrá þá er líka til bók með myndum af alskyns slysum hjá fólki sem að var á leið í frí....góð leið til að drepa þann drauminn.....myndir af mat, dýrum, börnum, kynlífi, fötum, hárgreiðslum, ljótum hárgreiðslum, fallegu fólki og ljótu...peningum, ekki peningum....æi bara öllu mögulegu....hihihhih.....ágætis afþreying svona....En jæja...ætla að fara að gera eitthvað að viti...bið bara heilsa ykkur í bili...

"Kolla...ér svo svöööööööönnggg"

Engin ummæli: