02 mars 2004

...3ja barna móðir...

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan þriðjudag...ég vona að helgin hafi verið ljúf og góð við ykkur öllsömul!! Mín var bara sú fínasta, ótrúlega róleg bara!
Nú er mín bara orðin 3ja barna móðir í Vesturbænum....nii...eða sko pabbi og konan eru úti á Ítalíu á skíðum (alls engin öfundsýki hjá mér í gangi, nei nei) og ég heima með börnin, bílin og köttinn....
Ótrúlega ljúft líf......
Kollan mín er barasta hætt að vinna með mér og það er alveg ÓTRÚLEGA skrítið eitthvað...
Úfff..hausinn er alls ekki vaknaður þannig að ég ætla mér bara að halda áfram að vinna.....endursenda, endursenda og endursenda bækur....
bið að heilsa ykkur í bili
knús allan hringinn

Engin ummæli: