25 mars 2004

...enskumælandi mæður....

....jæja, rúmið farið að kalla óendanlega mikið og hátt á mig....kinnin alveg farin að sogast að koddanum, en fer ég að sofa - nei nei, enga vitleysu...
Hún móðir mín er algjör snilli og þá sérstaklega þegar að kemur að ensku og enskum orðum...thíhíhíhí....veit fátt skemmtilegra en að vera stödd með henni í útlöndum og láta hana panta eða spyrjast fyrir um eitthvað ihihihhi...já svona getur maður líka verið elskulegur *glott*
nokkur ágætis dæmi um enskukunnáttuna...
clavewoman - cavewoman
Kandler - Chandler
Lacerboy - Lacyboy
Grimson - Grissom (úr C.S.I)
Taleb - Table
....já og svona gæti ég haldið endalaust áfram...varð bara að koma þessu að því að ég er búin að væla yfir henni í allt kvöld þar sem að hún var að lesa fyrir mig einverja enska grein og útkoman var tærasta snilld...
En allt í lagi börnin góð, býð ykkur bara góða nótt og góðan daginn...dreymi ykkur nú fallega!!!

Engin ummæli: